Rúmlega 35% kjósenda Sjálfstæðisflokks vilja samstarf við VG

Samkvæmt könnun Gallup vilja úmlega 35% kjósenda Sjálfstæðisflokks samstarf við VG. Færri vilja að Framsókn sitji áfram í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Þetta þykja mér merkileg og góð tíðindi. Ef að tveir ólíkustu flokkarnir ná saman í ríkisstjórn næst e.t.v. mun meiri breidd í málflutning ríkisstjórnarinnar. Mig persónulega langar mikið að sjá vinstrisinnaðan menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra. Með þessu móti ná mun fleiri að ''nýta'' atkvæðisrétt sinn, því varla er sanngjarnt að flokkur sem er með frekar lítið fylgi geti átt forsætisráðherra í ríkisstjórn. Ef að VG og Sjálfstæðisflokkurinn myndi vinna saman að stjórn ríkisins stæðu þeir fyrir mjög stóran hóp fólks, eða bæði vinstri sinna og hægri sinna.

Sá flokkur sem oftast var nefndur sem ríkisstjórnarflokkur var Sjálfstæðisflokkurinn en 61,3% aðspurðra töldu að flokkurinn ætti að sitja áfram í næstu ríkisstjórn. Litlu færri, eða 59,5%, töldu að VG ætti að eiga sæti í ríkisstjórn eftir kosningar.

Hér sjást vinsældir þessara flokka í tölum og rökstyður það ennfremur málflutning minn.

 Híbí


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband